Langar þig að sitja í forsætisnefnd?

Forsætisnefnd Norðurlandaráðs æskunnar stýrir starfi og rekstri ráðsins á milli þinga. Hún kemur fram fyrir hönd ráðsins og hefur umsjón með innleiðingu ályktana. Sjónarmiðum ráðsins okkar beinum við fyrst og fremst til þingmanna Norðurlandaráðs. Fulltrúar forsætisnefndarinnar taka þátt í fundum nefnda Norðurlandaráðs. Forseti ráðsins okkar ávarpar árlegt þing Norðurlandaráðs. Í Norðurlandaráði er rými fyrir sjónarmið ráðsins okkar og þau geta vakið umræður meðal ungs fólks sem tekur þátt í stjórnmálastarfi um öll Norðurlönd.

Forsætisnefndin okkar er skipuð fulltrúum regnhlífarsamtakanna, forseti ráðsins er fulltrúi einna samtaka en önnur í nefndinni eru fulltrúar annarra samtaka. Auk þess er áheyrnarfulltrúi frá Ungmennasambandi Norrænu félaganna. Forsætisnefndin er kosin árlega á þinginu. Aðeins viðstaddir þingfulltrúar eru kjörgengir í forsætisnefnd. Hægt er að víkja frá viðverukröfu ef tveir þriðju hlutar þingheims eru því samþykkir. Regnhlífarsamtökin skulu tilnefna tvo frambjóðendur, einn aðalmann og annan til vara. Regnhlífarsamtök forsetans tilnefna aðeins frambjóðanda til varamanns. Nánar er greint frá kosningaferlinu í samþykktum ráðsins.

Þingið

Þingið er æðsta stofnun ráðsins og er haldið árlega helgina á undan þingi Norðurlandaráðs og í sömu borg. Á þingi ráðsins okkar eru starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta árs samþykktar. Þingið kýs nýja forsætisnefnd og nýjan forseta Norðurlandaráðs æskunnar. Ályktunum sem þingið okkar samþykkir er beint áfram á þing Norðurlandaráðs.