Ungmennaráð Norðurlanda hefur í dag, 26.10.2024, ákveðið að stofna sjálfstæð samtök til að styrkja umboð og starf UNR í norrænu samstarfi. Ákvörðunin var tekin á fundi ráðsins með einróma samþykki.
Þessi sögulega ákvörðun kemur eftir árs langa athugun á því hvernig stofnun sjálfstæðra samtaka mun hafa áhrif á starf UNR framvegis. UNR var stofnað árið 1971 með þá framtíðarsýn að auka áhrif ungs fólks í norrænu samstarfi. Í gegnum árin hefur UNR vaxið og styrkt stöðu sína sem fastur samstarfsaðili og rödd ungs fólks í Norðurlandaráði. Síðan 2002 hefur UNR starfað með forsætisnefnd í því formi sem við þekkjum í dag.
„Nú er kominn tími til að taka næsta skref í þróun UNR, sem er að stofna sjálfstæð samtök. Við höfum unnið að athugun á stofnun sjálfstæðra samtaka í eitt ár og komist að þeirri niðurstöðu að við séum í dag tilbúin til að taka þetta sögulega skref,“ segir Anders Hansen, forseti UNR.
Æskulýðsfélag Pohjola-Norðurlanda (PNU), sem hefur haft umsjón með starfsemi UNR, er jákvætt gagnvart frumkvæðinu um að UNR stofni sjálfstæð samtök. „Við lítum á þessa þróun sem tækifæri fyrir UNR til að þróast áfram á eigin forsendum, en viljum jafnframt tjá okkar áhuga á áframhaldandi sterku samstarfi og bjóðum fram allan okkar stuðning til að auðvelda aðlögunartímann,“ staðfestir Nette Rimpioja, formaður PNU.
Nýja stofnunin verður stofnuð í Finnlandi og mun starfsemin hefjast 1. janúar 2025.
Í Reykjavík 26.10.2024
Anders Hansen, forseti, Ungdomens Nordiska Råd
Nette Rimpioja, formaður, Pohjola-Nordens Ungdomsförbund
Viðbótarupplýsingar: Jenny Tabermann, aðalritari, jenny.tabermann@unginorden.org, +358 44 733 5781