Láttu rödd þína heyrast þegar norrænar ákvarðanir eru teknar hjá Norðurlandaráði æskunnar

Norðurlandaráð æskunnar er stjórnmálavettvangur ungs fólks á Norðurlöndum og mikilvægur hluti norræns samstarfs. Við erum rödd ungs fólks í ákvarðanaferlum og setjum mikilvæg málefni á dagskrá sem varða ungt fólk á Norðurlöndum. Dagskrá okkar verður til í lýðræðislegu ferli með aðkomu ungliðahreyfinga allra stjórnmálaflokka á Norðurlöndum. Við störfum þvert á flokka sem rödd ungs fólks við ákvarðanatöku.